Dóms- og lögreglumál

Áttuðu sig ekki á að faðir Bjarna gaf meðmæli

Starfsmenn innanríkisráðuneytisins, sem afgreiddu umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar um uppreist æru í fyrra, gerðu sér ekki grein fyrir því við afgreiðslu þess að einn meðmælenda Hjalta væri faðir þáverandi fjármálaráðherra. Þetta kemur fram í...
26.09.2017 - 13:30

Eignir stofnanda United Silicon kyrrsettar

Eignir Magnúsar Garðarssonar, stofnanda og fyrrverandi forstjóra United Silicon, hafa verið kyrrsettar að beiðni stjórnar félagsins. Bótakrafa stjórnarinnar á hendur Magnúsi hljóðar upp á 4,2 milljónir evra, eða hátt í 540 milljónir króna.
26.09.2017 - 12:10

Unglingur á skilorð fyrir manndrápstilraun

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær sautján ára pilt í tveggja ára fangelsi fyrir manndrápstilraun fyrir utan skyndibitastaðinn Metro á Smáratorgi í byrjun apríl. Refsingin er öll skilorðsbundin, en þó bundin ýmsum skilyrðum, meðal annars um að...
26.09.2017 - 12:03

60 daga fangelsi fyrir tilraun til þjófnaðar

Karlmaður á fertugsaldri var í gær dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir tilraun til þjófnaðar. Maðurinn reyndi í tvígang að ræna úr sama bílskúrnum í Reykjavík, tvö kvöld í röð í maí síðastliðnum. Hann þurfti í bæði skiptin frá að hverfa, án...
26.09.2017 - 10:01

Dæmt til að greiða 100 milljónir í skaðabætur

Strætó bs. var í Hæstarétti í síðustu viku gert að greiða Allrahanda eitt hundrað milljónir króna í skaðabætur vegna ólögmæts útboðs. Hæstiréttur staðfesti þar með dóm héraðsdóms en Allrahanda áfrýjaði dómi hæstaréttar og krafðist hærri bóta.

Fjögur ákærð fyrir tugmilljóna peningaþvætti

Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur fjórum manneskjum, þremur körlum og einni konu, fyrir stórfellt peningaþvætti framið síðla árs 2015 og fram á árið 2016. Einn mannanna er nígerískur og var framseldur til Íslands frá Ítalíu fyrir rúmum...
25.09.2017 - 18:05

Lögreglustjórinn tapar hanaslag í Mosfellsbæ

Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um húsleit í Mosfellsbæ og að íbúa verði gert að afhenda óskráðar hænur og tvo hana er hafnað. Þetta er í annað sinn í þessum mánuði sem...
25.09.2017 - 16:56

Barnaníðingar fái ekki að vinna með börnum

Aðildarfélög Æskulýðsvettvangsins skora á yfirvöld að gera rafræna uppflettingu í sakaskrá skilvirkari, og grípa til viðeigandi ráðstafana til að tryggja að þeir sem hafa gerst sekir um kynferðisbrot geti ekki starfað með börnum og unglingum.
25.09.2017 - 16:51

Nafn konunnar sem lést eftir líkamsárás

Konan sem lést eftir líkamsárás í Vesturbæ Reykjavíkur á fimmtudagskvöld hét Sanita Brauna. Hún var 44 ára og frá Lettlandi. Sanita lætur eftir sig þrjú börn og foreldra. Hún átti ekki aðstandendur á Íslandi svo vitað sé til.
25.09.2017 - 16:31

Guðmundur fær bætur og hættir við mál gegn RÚV

Guðmundur Spartakus Ómarsson hefur dregið til baka meiðyrðamál sitt á hendur Ríkisútvarpinu og núverandi og fyrrverandi starfsmönnum þess. Á móti greiðir RÚV Guðmundi málskostnað og ótilgreinda upphæð í miskabætur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá...
25.09.2017 - 14:09

Hæstiréttur stytti gæsluvarðhald um 10 mínútur

Hæstiréttur staðfesti á fimmtudag fjögurra vikna gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir síbrotamanni en gerði þó eina breytingu á niðurstöðunni: varðhaldið var stytt um tíu mínútur. Í stað þess að maðurinn eigi að sæta gæsluvarðhaldi til...
25.09.2017 - 12:15

Móðir lagði banka vegna bílakaupa sonarins

Héraðsdómur Norðurlands hefur fellt úr gildi ákvörðun Sýslumannsins á Norðurlandi eystra um að selja íbúð konu á nauðungarsölu vegna vanskila sonar hennar. Konan hafði gengist í ábyrgð fyrir láni sem sonurinn tók til bílakaupa. Þegar hann greiddi...
25.09.2017 - 06:44

Portúgölsk börn lögsækja 47 Evrópuríki

Portúgölsk börn frá þeim svæðum sem fóru verst út úr skógareldum í sumar ætla í mál við 47 Evrópuríki fyrir að hafa ekki tekist að stemma stigu við loftslagsbreytingum. Guardian greinir frá þessu. Þau ætla að stofna til hópfjármögnunar til þess að...
24.09.2017 - 23:50

Skotárás við kirkju í Tennessee

Kona var skotin til bana og að minnsta kosti sex særðust þegar maður hóf að skjóta úr skammbyssu sinni í dag utan við kirkju í bænum Antioch, í grennd við borgina Nashville í Tennesee í Bandaríkjunum. Skotmaðurinn særðist þegar hann var handtekinn...
24.09.2017 - 18:58

Heimilisofbeldi og ölvunarakstur í nótt

Einn maður var handtekinn á höfuðborgarsvæðinu á fimmta tímanum í nótt, grunaður um heimilisofbeldi. Hann gistir fangageymslu og verður yfirheyrður síðar í dag. Nokkuð var um ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og nótt og voru nokkrir...