Erlent

Einn leiðtoga AFD segir skilið við flokkinn

Frauke Petry, einn leiðtoga þjóðernisflokksins Alternative fur Deutschland, hefur sagt skilið við flokkinn en hann fékk tæp þrettán prósent atkvæða í þýsku þingkosningunum á sunnudaginn.
26.09.2017 - 13:52

Mynd af Yoda birt í sádí-arabískri námsbók

Stjórnvöld í Sádi-Arabíu hafa rekið alla sem báru ábyrgð á því að mynd af Faisal, fyrrum konungi landsins, undirrita stofnskrá Sameinuðu þjóðanna árið 1945, með Yoda úr Star Wars sér á hægri hönd, var birt fyrir slysni í umfjöllun um atburðinn í...
26.09.2017 - 11:36

Aukin andstaða við að ónýta löggjöf Obama

Tilraunir Donalds Trump Bandaríkjaforseta til þess að ónýta löggjöf forvera síns Obama um sjúkratryggingar virðist nú fjær því en áður að hljóta samþykkti Bandaríkjaþings.
26.09.2017 - 08:00

Palestínumaður skaut þrjá til bana

Palestínumaður skaut þrjá ísraelska öryggisverði til bana við innganginn að landtökusvæðinu á Vesturbakkanum í morgun. Einn öryggisvörður særðist að auki. Hann var fluttur á sjúkrahús og liggur þar þungt haldinn. Árásarmaðurinn var skotinn til bana...
26.09.2017 - 06:45

Lífvörður Dutertes skotinn til bana

Lífvörður Rodrigo Dutertes, forseta Filippseyja, var skotinn til bana í morgun. Fréttastofan Reuters hefur þetta eftir yfirmanni öryggissveita landsins.  AFP fréttastofan hefur eftir talsmanni forsetaembættisins að skotárásin sé nú rannsökuð.
26.09.2017 - 06:30

Moska brann í Örebro í nótt

Talið er að kveikt hafi verið í mosku í Örebro í Svíþjóð sem stóð í ljósum logum þegar slökkvilið kom á vettvang klukkan tvö í nótt að staðartíma. Óttast var að eldurinn myndi breiða úr sér í nærliggjandi byggingar, en slökkviliði tókst að koma í...
26.09.2017 - 06:12

Trump tjáir sig um Púertó Ríkó

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tjáði sig í fyrsta sinn í gærkvöld um eyðilegginguna í Púertó Ríkó eftir að fellibylurinn María reið þar yfir. Nánast allt ríkið er rafmagnslaust, mannvirki ónýt og matur af skornum skammti. Trump skrifaði á...
26.09.2017 - 05:54

Kosningar í Kúrdistan auka óstöðugleika

Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna varar við því að þjóðaratkvæðagreiðsla Kúrda um sjálfstæði frá Írak auki enn frekar á óstöðugleika í landinu. Allar líkur eru á stórsigri sjálfstæðissinna að sögn sérfræðinga.
26.09.2017 - 04:20
Erlent · Asía · Bandaríkin · Íran · Kúrdar

Sobral bíður eftir hjartaígræðslu

Portúgalski söngvarinn Salvador Sobral, sem sigraði Eurovision söngvakeppnina með hinu angurværa lagi Amar Pelos Dois, liggur nú á gjörgæslu Santa Cruz sjúkrahússins í Lissabon. Þar bíður hann eftir hjartaígræðslu. Þýska dagblaðið Der Spiegel...
26.09.2017 - 03:49

Öryggisráð fundar um Mjanmar á fimmtudag

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman á fimmtudag til að ræða átökin í Mjanmar. Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri SÞ, kemur til fundarins og ræðir um ástandið.
26.09.2017 - 03:24

Hætt við opnun verndarsvæðis í Amazon

Brasilísk stjórnvöld hættu í dag við að gefa út leyfi til námuvinnslu á stóru verndarsvæði við Amazon. Leyfin voru verulega umdeild og uppskáru harða gagnrýni jafnt í Brasilíu sem og víðar í heiminum.
26.09.2017 - 01:45

Trump „nýtir íþróttir til að ala á sundrung“

LeBron James, einn fremsti körfuboltamaður heims og leikmaður Cleaveland Caveliers í NBA-deildinni, hrósaði þeim leikmönnum sem krupu á kné þegar þjóðsöngur Bandaríkjanna var spilaður í bandarísku ruðningsdeildinni eða NFL um helgina. „Það er...
25.09.2017 - 23:22

Brúðgumi bjargaði barni frá drukknun

Kanadíski brúðguminn Clayton Cook átti eflaust ekki von á því að breytast í þjóðhetju þegar hann og Brittany Cook, eiginkona hans fóru í brúðkaupsmyndatöku um helgina.
25.09.2017 - 22:03

Kosið um sjálfstæði Kúrdistan

Yfirgnæfandi líkur eru á að sjálfstæði Kúrdistan verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór í dag. Sjálfstæðisbarátta Kúrda mætir harðri andstöðu í Írak, sem og öllum nágrannaríkjunum.
25.09.2017 - 21:39

Trump skammar íþróttamenn

Sífellt fleiri leikmenn í ameríska fótboltanum krjúpa á kné undir þjóðsöng Bandaríkjanna til að mótmæla því óréttlæti sem þeldökkir verða fyrir. Fjölgað hefur í þeirra röðum eftir að forseti Bandaríkjanna sagði að þeir „tíkarsynir“ sem ekki standi...
25.09.2017 - 19:30