Evrópa

Eldurinn kviknaði út frá ísskáp

Eldurinn í Grenfell-turninum í Lundúnum, sem varð allt að 79 að bana, kviknaði út frá ísskáp. Þetta kemur fram hjá lögreglunni í Lundúnum. Lögreglan staðfestir jafnframt að ekki hafi verið um íkveikju að ræða.
23.06.2017 - 10:46

Blautasti júní aldarinnar í Björgvin

Veðurguðirnir hafa ekki verið Björgvinjarmönnum hliðhollir í sumar, að því er fram kom á vef norska ríkisútvarpsins, NRK, í gær. Er þetta blautasti júnímánuður síðan 1952 samkvæmt mælingum Veðurstofu Noregs, en rignt hefur alla daga mánaðarins í...
23.06.2017 - 05:09

Merkel snupraði May

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, snupraði Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, við upphaf leiðtogafundar Evrópusambandsins í Brussel í dag og sagði að málefni Evrópusambandsins hefðu forgang umfram viðræður um úrsögn Breta úr sambandinu. 
22.06.2017 - 16:40

Svíar vara við þyrilsnældum

Neytendastofa í Svíþjóð varar við vinsælum leikföngum, sem hafa fengið íslenska nafnið þyrilsnældur. Athygli er vakin á því að þær hafi valdið slysum erlendis. Síðustu daga hefur stofnunin stöðvað sölu 45 þúsund snælda, sem ekki hafa...
22.06.2017 - 13:42

Tökum náð á skógareldum í Portúgal

Slökkviliðsmönnum hefur tekist að ná tökum á stærstu kjarr- og skógareldum sem brunnið hafa í í miðhluta Portúgals frá því um síðustu helgi. Þeir hafa orðið yfir sextíu manns að bana. Yfirmaður í almannavörnum landsins greindi frá þessu í dag. Hann...
22.06.2017 - 08:47

Neyðarástand vegna hita á Ítalíu

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir vegna þurrka í héruðunum Toskana og Emilia Romagna á Ítalíu. Á eyjunni Sardiníu eru þurrkarnir flokkaðir til náttúruhamfara.
22.06.2017 - 08:11
Erlent · Evrópa · Ítalía · Veður

Lést eftir að rjómasprauta sprakk

Vinsæll franskur heilsubloggari lést um helgina þegar rjómasprauta sprakk, með þeim afleiðingum að hún skaust í brjóstkassa hennar. AFP fréttastofan greinir frá þessu og hefur eftir fjölskyldu bloggarans.
22.06.2017 - 05:29

Órökrétt og ruglandi niðurstaða Evrópudómstóls

Dómstólar Evrópuríkja mega úrskurða að bólusetningar valdi sjúkdómum, þrátt fyrir að engar vísindalegar sannanir séu fyrir tengslum á milli bóluefnisins og sjúkdómsins. Evrópudómstóllinn komst að þessari niðurstöðu í dag.
22.06.2017 - 01:39

Telur skógarbrunann af mannavöldum

Vísbendingar eru um að skógareldarnir í Portúgal hafi kviknað af mannavöldum. Einn af yfirmönnum slökkviliðsins í Portúgal heldur þessu fram og fer fram á opinbera rannsókn. 64 eru látnir og meira en 200 slasaðir.
21.06.2017 - 19:49

Færri Austur-Evrópumenn til Bretlands

Færri Austur-Evrópumenn hafa flutt til Bretlands eftir að Bretar samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu í fyrra að segja skilið við Evrópusambandið. Þetta er niðurstaða rannsóknar á vegum  Oxford-háskóla. 
21.06.2017 - 16:26

Óttast um almenna borgara í Raqqa

Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, lýsti í dag yfir áhyggjum af almennum borgurum í Sýrlandi ekki síst í borginni Raqqa, höfuðvígi hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkið. 
21.06.2017 - 15:59

May baðst afsökunar á viðbrögðum stjórnvalda

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, baðst í dag afsökunar á viðbrögðum hins opinbera eftir eldsvoðann í Grenfell-háhýsinu. 
21.06.2017 - 15:42

Tóku upp lag til styrktar íbúum Grenfell

Gamla dægurflugan Bridge Over Troubled Water eftir Paul Simon hefur öðlast nýtt líf. Hópur tónlistamanna hefur hljóðritað lagið og gefið út til styrktar íbúanna í Grenfell háhýsinu í Lundúnum sem brann í síðustu viku. Lagið var fyrst gefið út með...
21.06.2017 - 14:55

NATO-vél stuggar við Sergei Shoigu

Herflugvél á vegum Atlantshafsbandalagsins var flogið til móts við flugvél Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, yfir Eystrasalti í dag. Rússneskir fjölmiðlar greindu frá þessu.
21.06.2017 - 14:44

Skutu á Taílandskonung úr leikfangabyssum

Yfirvöld í Bæjaralandi í Þýskalandi hafa til skoðunar mál tveggja unglingspilta sem skutu nýverið á Maha Vajiralongkorn Bodindradebayavarangkun, konung Taílands, þar sem hann var á reiðhjóli í bænum Erding skammt frá München.
21.06.2017 - 12:49