123 sögðust vilja fremja sjálfsmorðsárásir

epa05220731 An ambulance car believed to carry arrested terror suspect Salah Abdeslam from the Federal Police office is escorted by civil police cars in Brussels, Belgium, 19 March 2016. Reportedly Abdeslam was transferered to a prison in Brugge where he
Sjúkrabíll flytur særðan Saleh Abdeslam af vettvangi. Abdeslam tók þátt í hryðjuverkunum í París í nóvember síðastliðnum en hætti við að sprengja sjálfan sig í loft upp. Hann hefur ekki sagt orð síðan sprengjuárásin var gerð í Brussel.  Mynd: EPA
123 af þeim 22.000 liðsmönnum hryðjuverkasamtakanna Daesh, eða Íslamska ríkisins, sem finna má á listanum sem Sky-fréttastöðin komst yfir á dögunum, gáfu upp að þeir vildu gjarnan fremja sjálfsmorðssprengjuárás. 25 þeirra eru belgískir.

Í gögnunum sem lekið var til Sky og fleiri fjölmiðla var að finna það sem best verður lýst sem umsóknareyðublöðum fyrir þá sem vilja ganga til liðs við Daesh. Umsækjendur þurfa að veita ýmsar upplýsingar um sig og sína nánustu. Meðal þess sem spurt er um er hvaða verkefni menn vilji helst taka að sér. 123 svöruðu því til að þeir vildu deyja píslarvættisdauða í sjálfsmorðssprengjuárás. Af þeim eru 25 belgískir, sem fyrr segir.

Alsírmaðurinn Mohammed Belkaid, sem talinn er hafa verið einn af skipuleggjendum hryðjuverkanna í París og mögulega voðaverkanna í Brussel líka, var einnig í þessum hópi. Hann var skotinn til bana í lögregluaðgerðum í Molenbeek-hverfinu í Brussel 15. mars.

Aðrir sem segjast vilja deyja píslarvættisdauða með þessum hætti koma meðal annars frá Frakklandi, Þýskalandi, Spáni, Túnis og Egyptalandi.   

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV