Ásdís í áttunda sæti á EM

Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir varð í áttunda sæti á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum í Amsterdam í dag. Ásdís kastaði spjótinu lengst 60,37 metra og kom það í fyrstu tilraun.

Tólf keppendur kepptu til úrslita í spjótkasti á EM í frjálsum íþróttum í dag. Eftir fyrstu þrjú köstin kasta efstu átta keppendur þrisvar til viðbótar og kastaði Ásdís því alls sex sinnum. Fyrsta kast Ásdísar var þó hennar besta, 60,37 metrar, sem skilaði henni í áttunda sæti.

Íslandsmet Ásdísar frá því á Ólympíuleikunum í London 2012 er 62,77 m, en lengsta kast hennar í ár er 61,37 m.

Hér má svo sjá viðtal RÚV við Ásdísi eftir úrslitin í kvöld.

Mynd með færslu
Atli Þór Ægisson
vefritstjórn
EM í fjálsum íþróttum