Bifreið ekið á hóp gangandi fólks í Lundúnum

19.06.2017 - 01:23
An armed police officer mans a cordon on the Seven Sisters Road at Finsbury Park where a vehicle struck pedestrians in London Monday, June 19, 2017. Police say a vehicle struck pedestrians on a road in north London, leaving several casualties and one
 Mynd: AP
Bifreið var ekið inn í hóp gangandi vegfarenda og kaffihúsagesta á Seven Sisters-vegi í Finsbury Park-hverfinu í norðurhluta Lundúna laust eftir miðnætti að staðartíma. Lögregla talar um alvarlegt atvik þar sem margir slösuðust. Einn maður var handtekinn á staðnum. Fjöldi lögreglu- og sjúkraflutningamanna er á vettvangi. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvort einhverjir létust en þrír eru sagðir alvarlega særðir. Svo virðist sem árásin hafi beinst að múslimum sem voru að koma frá kvöldbænum.

Farið er að síga á seinni hluta Ramadan, tíma föstu, bæna og góðverka í íslömskum sið, þar sem fasta skal frá sólarupprás til sólarlags. Fjöldi fólks sat við borð útikaffihúsa og fékk sér hressingu að loknum kvöldbænum í mosku í samkomuhúsi múslima við Sjösystraveg þegar hvítum sendibíl var ekið upp á gangstéttina og á fólkið sem þar var. 

Fréttin hefur verið uppfærð.  

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV