Eru mannréttindi kvenréttindi ?

19.02.2014 - 16:03
Mynd með færslu
Þegar mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var sett saman árið 1948 komu að því verki átta karlar og ein kona. Með það í huga, sem og ýmsar yfirlýsingar og löggjöf tengda mannréttindum má velta fyrir sér hvort huga þurfi betur að þáttum sem snúa að konum sérstaklega.

Brynhildur G. Flóvenz dósent við lagadeild HÍ flutti erindi á hátíðarmálþingi Orators í liðinni viku þar sem hún ræddi mannréttindi út frá feminísku sjónarhorni. Hún nefndi m.a. réttinn til trúar og trúariðkunar sem er að finna í mannréttindayfirlýsingunn, en ýmis trúarbrögð skerði á hinn bóginn frelsi kvenna sérstaklega. 

Brynhildur er í Sjónmáli í dag. 

Sjónmál  miðvikudaginn 19. febrúar 2014