Ljóðskáld nenna ljóðrænum verkefnum

07.06.2017 - 18:46
Þær Axîn Welat, Kristín Bjarnadóttir og Louise Halvardsson  og Anna Mattsson, úr skáldahópnum PoPP  (Poeter orkar Poetiska Projekt) verða í Norræna húsinu í kvöld klukkan átta með sitt skemmtilega prógramm Heim úr öllum áttum. Þær eru búnar að lesa upp í Listasafni Árnesing og á Norðurbakkanum í Hafnarfirði síðustu daga við frábærar undirtektir.

 Þá verða flytjendur með þeim stöllum íslensku verðlaunaskáldin Þórdís Gísladóttir, Anton Helgi Jónsson og Linda Vilhjálmsdóttir sem sjá um túlkanir á íslensku.

Hér má heyra slammskáldið Louise Halvardson flytja ljóð sitt Fröken Småland eða Ungfrú Smálönd og Þórdísi Gísladóttur flytja þýðingu sínar. 

 

Mynd með færslu
Jórunn Sigurðardóttir
dagskrárgerðarmaður
Orð um bækur
Þessi þáttur er í hlaðvarpi