Mildu veðri spáð næstu daga

13.08.2017 - 08:14
Mynd með færslu
 Mynd: Einar Rafnsson  -  RUV
Útlit er fyrir ágætisveður næstu daga, hæga vinda og skúri á víð og dreif, en smá rigningu á Suðusturlandi annað kvöld. Vænar hitatölur verða að deginum, þótt búast megi við næturfrosti í innsveitum fyrir norðan. Svo segir í hugleiðingu veðurfræðings um veðrið í dag og næstu daga.

Veðurhorfur á landinu til miðnættis annað kvöld: Norðvestan 5-10 m/s með norðausturströndinni framan af morgni. Annars hæg vestlæg eða breytileg átt. Skýjað með köflum og talsverðar skúradembur síðdegis, einkum norðan heiða. Norðaustan 3-10 á morgun og víða skúrir, en dálítil rigning suðaustantil um kvöldið. Hiti verður 9 til 17 stig, hlýjast suðaustanlands, en sums staðar vægt næturfrost.

Horfur næstu daga: Útlit fyrir fremur hæga vinda og víða bjartviðri, en líkur á síðdegisskúrum. Áfram verður milt veður.

 

 

Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV