Geta krafið flugmenn um sjö milljónir

Icelandair krefst þess að flugmenn sem hefja þjálfun hjá félaginu undirgangist skuldbindingu þess efnis að starfa ekki fyrir annað flugfélag í þrjú ár hið minnsta. Brjóti þeir gegn samkomulaginu þurfa þeir að greiða félaginu rúmlega sjö milljónir.
28.06.2017 - 15:41

Ögurstund í sameiningu Kýpur

Í dag hefjast enn á ný viðræður grískra og tyrkneskra Kýpverja um endursameiningu Kýpur, eftir ríflega 40 ára klofning. Fulltrúar Breta, Tyrkja og Grikkja taka þátt í lokatilraun til sameiningar en Sameinuðu þjóðirnar ætla að kalla heim...
28.06.2017 - 15:37

Leiðin á EM: Þurfa ekki að loka inn á klósett

Landsliðskonurnar Fanndís Friðriksdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir eru herbergisfélagar í landsliðsferðum. Í öðrum þætti af Leiðinni á EM sem sýndur var á RÚV í gær var litið inn til Fanndísar og Hallberu og ljóst að þær stöllur skemmta sér afar...
28.06.2017 - 15:14

Íslenskt kvennafrí vekur athygli í Evrópu

Jafnréttismál og aktívismi kvenna voru tekin fyrir á þingmannafundi Evrópuráðsins 27. júní. Ísland átti sinn fulltrúa, Dagnýju Aradóttur Pind lögfræðing, en hún fræddi viðstadda um sögu kvennafrísins og stöðu jafnréttismála á Íslandi.
28.06.2017 - 10:54

Duterte fékk vopn frá Kína

Kínverjar hafa sent stjórnvöldum á Filippseyjum riffla og skotfæri til að hjálpa þeim í baráttunni gegn sveitum herskárra íslamista í suðurhluta landsins. Verðmæti vopnanna er talið nema jafnvirði allt að 770 milljóna króna.
28.06.2017 - 15:02

Um 100.000 innikróuð í Raqqa

Allt að 100.000 almennir borgarar eru innikróaðir í Raqqa, höfuðvígi hryðjuverkasveita Íslamska ríkisins í Sýrlandi. Þetta segir í yfirlýsingu sem Zeid Ra'ad Al Hussein,  mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, sendi frá sér í dag.
28.06.2017 - 14:54

Tuttugu ár frá því að Tyson beit Holyfield

Í dag eru liðin 20 ár frá því ótrúlega augnabliki þegar Mike Tyson beit hluta úr eyra Evander Holyfield í hnefaleikahringnum í MGM Grand Garden Arena í Las Vegas.
28.06.2017 - 14:50

Synja ekki vegna einnar hraðasektar

Til skoðunar er hjá Útlendingastofnun hvort umsögn lögreglu til stofnunarinnar í máli Bala Kamallakharan hafi byggt á réttum upplýsingum. Hann er fjárfestir frá Indlandi sem hefur búið á Íslandi í 11 ár en var synjað um ríkisborgararétt vegna...
28.06.2017 - 14:35

Glowie kemur fram á tónleikum með Bieber

Íslenska söngkonan Sara Pétursdóttir, Glowie, kemur fram á tónlistarhátíðinni British Summer Time sem haldin hefur verið árlega í Hyde Park. Hátíðin hefst á föstudag en þá stígur gamla kempan Phil Collins á svið. Á sunnudag verður Justin Bieber...
28.06.2017 - 14:31

Norður-Kóreumenn hafa í hótunum við Park

Stjórnvöld í Norður-Kóreu hóta að drepa Park Geun-Hye, fyrrverandi forseta Suður-Kóreu, og Lee Byung-ho, yfirmann leyniþjónustu landsins. Þetta kom fram í tilkynningu frá öryggismálaráðuneyti og saksóknaraembætti Norður-Kóreu í dag. 
28.06.2017 - 14:26

Kýpurviðræður hefjast á nýjan leik

Enn ein tilraun er hafin til að sameina gríska og tyrkneska hluta Kýpur. 
28.06.2017 - 14:17

Endurskoða synjun á umsókn Bala

Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja Bala Kamallakharan um ríkisborgararétt hér á landi verður endurskoðuð. Mbl.is greinir frá.
28.06.2017 - 14:01

Ákærður fyrir Hillsborough harmleikinn

David Duckenfield, sem var lögreglustjóri í Sheffield í Bretlandi árið 1989, þegar níutíu og fimm aðdáendur enska fótboltaliðsins Liverpool létust á Hillsborough leikvanginum, verður ákærður fyrir að hafa verið valdur að dauða fólksins. Yfirmaður...
28.06.2017 - 14:00

Guðrún stígur til hliðar hjá Stígamótum

Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, stígur tímabundið til hliðar meðan fagleg úttekt verður gerð á starfsumhverfinu hjá Stígamótum. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir tekur við hennar hlutverki meðan úttektin verður gerð.
28.06.2017 - 13:53

Grín og engin glæpasaga hjá HS Orku

Í þættinum The Arts Hour á BBC World Service gantaðist Yrsa Sigurðardóttir spennusagnahöfundur með að til umræðu hefði komið að myrða einhvern í orkuveri HS Orku, í einni af sínum sögum. Forstjóri HS Orku Ásgeir Margeirsson sagði málið hafa komið á...
28.06.2017 - 11:39