Þúsundum flóttamanna bjargað í vondu veðri

Á níunda þúsund flóttamönnum hefur verið bjargað á Miðjarðarhafi síðastliðna tvo sólarhringa. Þar af var um fimm þúsund komið til aðstoðar í gær, að því er AFP fréttastofan hefur eftir talsmanni ítölsku strandgæslunnar. Slæmt veður hefur verið á...
27.06.2017 - 13:21

Býður upp hálft tonn af hornum á netinu

Nashyrningabóndi í Suður-Afríku ætlar að halda vefuppboð á hornum nashyrninga í ágúst. Ágóðinn mun renna beint til starfsemi sem helguð er vernd dýranna.
26.06.2017 - 19:48

Komu í veg fyrir 10.000 smit

Sjálfboðaliðar Rauða krossins sem aðstoðuðu við greftrun þeirra sem létust af völdum Ebólu kunna að hafa komið í veg fyrir meira en 10.000 banvænar smitanir. Örugg greftrun hafi verið lykilatriði í að sporna gegn útbreiðslu vírussins. Þetta gefur ný...
23.06.2017 - 03:50

Átök hófust daginn eftir vopnahlé

Að minnsta kosti fjörutíu manns eru látnir eftir átök í Mið-Afríkulýðveldinu í dag. Átökin brutust út í bænum Bria daginn eftir að skrifað var undir vopnahléssamning milli stríðandi fylkinga. Fréttastofa AFP segir frá þessu. Það voru vígamenn úr...
21.06.2017 - 00:50

Vildi „læk“ á Facebook en endaði í fangelsi

Alsírskur dómstóll hefur dæmt mann í tveggja ára fangelsi fyrir að sveifla barni út um glugga á háhýsi í því skyni að snapa sér „læk“ á Facebook. Maðurinn, sem er ættingi barnsins, birti mynd af því þar sem hann hélt drengnum á bolnum út um gluggann...
20.06.2017 - 13:32

Á fjórða þúsund fallin í ófriði í Austur-Kongó

Á fjórða þúsund manns hafa fallið í bardögum stjórnarhersins í Austur-Kongó og hersveita ættbálka í héraðinu Kasai frá því í október í fyrra. Fjöldi þorpa hefur verið lagður í rúst. Yfir ein milljón héraðsbúa hefur flúið hernaðaraðgerðirnar....
20.06.2017 - 12:04

Átján féllu í árásum á veitingahús í Mogadishu

Minnst átján féllu og á annan tug særðust í hryðjuverkaárásum tvö á veitingahús í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu í gærkvöld. Árásarmennirnir voru tveir. Lögregla felldi þá báða. Hryðjuverkasamtökin Al Shabab hafa lýst árásinni á hendur sér. Vígamenn...
15.06.2017 - 07:53

Þingið samþykkir umdeildan samning

Egypska þingið lagði í dag blessun sína yfir samkomulag stjórnvalda í Kaíró og Ríad sem felur í sér að Sádi-Arabía fái yfirráð yfir tveimur eyjum á Rauðahafi, Tiran og Sanafir, sem tilheyrt hafa Egyptalandi.
14.06.2017 - 15:23
Erlent · Afríka · Asía

Vill Seif al-Islam framseldan til Haag

Fatou Bensouda, aðalsaksóknari við Alþjóðaglæpadómstólinn í Haag, vill að Seif al-Islam, sonur Gaddafis Líbíuleiðtoga, verði handtekinn þegar í stað og framseldur dómstólnum í hendur.
14.06.2017 - 14:32

Gaddafi leystur úr haldi eftir sakaruppgjöf

Saif al-Islam Gaddafi, sonur Muammar Gaddafi fyrrverandi leiðtoga Líbíu, var leystur úr fangelsi í bænum Zintan í vesturhluta Líbíu í kvöld. Al Jazeera fréttastofan greinir frá þessu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu vígahreyfingarinnar Abu Baks al-...
10.06.2017 - 22:47

Viðamiklar björgunaraðgerðir á Miðjarðarhafi

Yfir níu hundruð flóttamönnum hefur verið bjargað síðustu tvo sólarhringa á Miðjarðarhafi undan ströndum Líbíu. Þar af var um það bil átta hundruð bjargað í dag, að sögn ítölsku strandgæslunnar. Flóttamennirnir voru í átta bátum, þar af tveimur...
09.06.2017 - 19:32

Köfnuðu í kæligeymslu flutningabíls

Sjö afrískir flóttamenn fundust látnir í kælugeymslu flutningabíls sem hafði verið skilinn eftir skammt utan við Trípólí, höfuðborg Líbíu. Talið er að þeir hafi kafnað.
05.06.2017 - 17:59

Vilja reka leiðtoga fyrir nýlenduummæli

Helen Zille, fyrrverandi leiðtogi Lýðræðisbandalagsins, stærsta stjórnarandstöðuflokksins í Suður-Afríku, hefur verið vikið úr flokknum eftir að hafa skrifað á Twitter að nýlendustefna hefði haft góð áhrif á landið.
03.06.2017 - 15:46

Fyrrverandi kona Taylors ákærð fyrir pyntingar

Fyrrverandi eiginkona Charles Taylors, sem var forseti Líberíu frá 1997 til 2003, hefur verið ákærð fyrir pyntingar þegar hún tók þátt í uppreisn eiginmanns síns í landinu á árunum 1989 til 1991. Konan, Agnes Reeves Taylor, býr í austurhluta Lundúna...
03.06.2017 - 00:33

Vígahreyfing í Líbíu leyst upp

Líbíska vígahreyfingin Ansar al-Sharia, sem er nátengd Al Kaída hryðjuverkasamtökunum, hefur verið leyst upp. Frá þessu er greint í yfirlýsingu sem birt var á netinu í kvöld. Vígahreyfingin er grunuð um árás á bandaríska sendiráðið í Benghazi árið...
28.05.2017 - 00:51