„Mun meira en almenningur getur vænst“

Formaður Rafiðnaðarsambands Íslands gagnrýnir afturvirkar launahækkanir til embættismanna hjá ríkinu harðlega. Hann segir að félagsmenn hans séu mjög ósáttir við þá misskiptingu sem er að verða á milli starfsmanna ríkisins.
28.06.2017 - 12:38

Fljótandi gengi krónu raunhæfasti kosturinn

OECD telur að núverandi fyrirkomulag í peningamálum Íslands, með fljótandi gengi krónu, sé það raunhæfasta í stöðunni. Ef pólitískur vilji til að ganga í Evrópusambandið og þar með evrusvæðið breytist, gæti stöðugleiki aukist og vextir lækkað.
28.06.2017 - 12:38

Auðjöfur frá Alaska að kaupa Keahótel

Félag í eigu eins ríkasta manns í Alaska í Bandaríkjunum er að ganga frá kaupum á félaginu Keahótelum, sem á og rekur átta hótel í Reykjavík og á Norðurlandi. Kaupverðið er um sex milljarðar króna. Þetta kemur fram í Markaðnum, fylgiriti...
28.06.2017 - 04:21

Kjararáð fær kaldar kveðjur fyrir launahækkun

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segja morgunljóst að margir af þeirra félagsmönnum séu bæði „agndofa og æfir af reiði yfir þeirri ákvörðun kjararáðs að hækka enn og aftur þá sem heyra...
27.06.2017 - 14:59

Bankafólk meðal þeirra sem hækka mest

Laun starfsfólks í fjármála- og vátryggingarstarfsemi og við flutninga- og geymslustarfsemi hækka mest á milli áranna 2016 og 2017, eða um rúmlega 7 prósent. Minnsta hækkunin á milli ára var í veitustarfsemi, tæp 5 prósent. Þetta kemur fram í Hagsjá...
27.06.2017 - 12:48

Getur skapað grundvöll fyrir hærri vexti

Svokölluð jöklabréf eru bönnuð frá og með deginum í dag, samkvæmt nýjum reglum Seðlabanka Íslands. Hagfræðingur segir aðgerðina geta skapað grundvöll fyrir hærri vexti.
27.06.2017 - 12:41

Heildarlaunin hækka um meira en lágmarkslaun

Heildarmánaðarlaun ríkisendurskoðanda hækka um sem nemur rúmlega lágmarkslaunum í landinu, samkvæmt úrskurði kjararáðs. Heildarlaun hans hækka um hátt í 300 þúsund krónur á mánuði, og laun ferðamálastjóra og forstjóra Fjármálaeftirlitsins um hátt í...
27.06.2017 - 12:37

OECD: Hækka á virðisaukaskatt á ferðaþjónustu

OECD, efnahags- og framfarastofnunin í París, segir í nýrri skýrslu sinni sem kynnt var í dag að hagvöxtur sé mestur á Íslandi af löndum OECD. Þetta skapi þó vissar hættur, þensla geti valdið ofhitunin og því sé mikilvægt að aðhald í opinberum...
27.06.2017 - 11:01

Norskir flugmenn hafna tvöföldu yfirvinnukaupi

Flugmenn flugfélagsins Norwegian Air taka ekki tilboði flugfélagsins um tvöfalt yfirvinnukaup á frídögum. Flugfélagið á í vandræðum með að manna starfsemi sína á háannatíma og neyðist því til að gera flugmönnum óvenjulega góð tilboð. Þetta segir á...
27.06.2017 - 05:38

Gagnrýndi sjónpróf - var sjálfur með 10% sjón

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun íslenska ríkið af kröfu varaformanns úrskurðarnefndar umhverfis-og auðlindamála sem taldi að umhverfisráðherra hefði brotið gegn réttindum sínum þegar nýr forstöðumaður nefndarinnar var skipaður fyrir þremur...
26.06.2017 - 18:00

Embættismenn fá milljónir í eingreiðslu

Ríkisendurskoðandi fær rúmar 4,7 milljónir í eingreiðslu vegna afturvirkrar hækkunar launa og forstjóri Fjármálaeftirlitsins um fjórar milljónir, samkvæmt útreikningum BSRB sem birtir eru á vef bandalagsins. Þar kemur jafnframt fram að því hafi...
26.06.2017 - 14:58

Döpur og súr starfsmannstefna

Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir að ákvörðun Icelandair um að segja upp 115 flugmönnum í haust sé ekki gott innlegg í kjaraviðræður flugmanna. Samningar þeirra eru lausir í september.
26.06.2017 - 09:21

Danir finna fyrir BREXIT

Danskur útflutningur hefur orðið fyrir högginu á BREXIT, nú þegar meira en ár er liðið frá þjóðaratkvæðagreiðslunni á Bretlandi. Þetta segir í umfjöllun danska ríkisútvarpsins, DR. Þótt pundið hafi hrunið í verði nánast um leið og niðurstöður...
26.06.2017 - 06:15

115 sagt upp hjá Icelandair og 70 færðir til

Icelandair hefur sagt upp að minnsta kosti 115 flugmönnum og tilkynnt 70 flugstjórum til viðbótar að þeir verði færðir niður í stöðu flugmanns næsta vetur. Um 520 flugmenn starfa hjá flugfélaginu.
25.06.2017 - 09:46

Hagar lækkað um 15,2% frá opnun Costco

Hlutabréf í Högum, sem rekur Bónus, Hagkaup og fleiri verslanir, hafa lækkað um 15,2% frá því að Costco opnaði verslun í Kauptúni í Garðabæ þann 23. maí. Hlutabréfin hafa lækkað um 13,9% frá ársbyrjun.
24.06.2017 - 14:21