Ögurstund í sameiningu Kýpur

Í dag hefjast enn á ný viðræður grískra og tyrkneskra Kýpverja um endursameiningu Kýpur, eftir ríflega 40 ára klofning. Fulltrúar Breta, Tyrkja og Grikkja taka þátt í lokatilraun til sameiningar en Sameinuðu þjóðirnar ætla að kalla heim...
28.06.2017 - 15:37

Duterte fékk vopn frá Kína

Kínverjar hafa sent stjórnvöldum á Filippseyjum riffla og skotfæri til að hjálpa þeim í baráttunni gegn sveitum herskárra íslamista í suðurhluta landsins. Verðmæti vopnanna er talið nema jafnvirði allt að 770 milljóna króna.
28.06.2017 - 15:02

Um 100.000 innikróuð í Raqqa

Allt að 100.000 almennir borgarar eru innikróaðir í Raqqa, höfuðvígi hryðjuverkasveita Íslamska ríkisins í Sýrlandi. Þetta segir í yfirlýsingu sem Zeid Ra'ad Al Hussein,  mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, sendi frá sér í dag.
28.06.2017 - 14:54

Norður-Kóreumenn hafa í hótunum við Park

Stjórnvöld í Norður-Kóreu hóta að drepa Park Geun-Hye, fyrrverandi forseta Suður-Kóreu, og Lee Byung-ho, yfirmann leyniþjónustu landsins. Þetta kom fram í tilkynningu frá öryggismálaráðuneyti og saksóknaraembætti Norður-Kóreu í dag. 
28.06.2017 - 14:26

Kýpurviðræður hefjast á nýjan leik

Enn ein tilraun er hafin til að sameina gríska og tyrkneska hluta Kýpur. 
28.06.2017 - 14:17

Ákærður fyrir Hillsborough harmleikinn

David Duckenfield, sem var lögreglustjóri í Sheffield í Bretlandi árið 1989, þegar níutíu og fimm aðdáendur enska fótboltaliðsins Liverpool létust á Hillsborough leikvanginum, verður ákærður fyrir að hafa verið valdur að dauða fólksins. Yfirmaður...
28.06.2017 - 14:00

Time vill að Trump fjarlægi falskar forsíður

Time tímaritið hefur farið þess á leit við Trump-samsteypuna að falskar forsíður, sem eru innrammaðar uppi á vegg á að minnsta kosti fimm klúbbum Trumps, verði fjarlægðar.
28.06.2017 - 12:46

Höfundur Paddington látinn

Breski rithöfundurinn Michael Bond, sem best er þekktastur fyrir sögurnar um Paddington björn, er látinn, 91 árs að aldri.
28.06.2017 - 12:16

NATO-ríki auka útgjöld til varnarmála

Kanada og Evrópuríki innan Atlantshafsbandalagsins ætla að auka útgjöld til varnarmála á þessu ári um 4,3 prósent. Þetta sagði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, í morgun, þetta væri þriðja árið í röð sem aðildarríki ykju útgjöld til...
28.06.2017 - 11:52

Baðmullarbörn á Hróarskeldu

Blaut og hrakin börn sitja nú alein og foreldralaus með aðeins það sem þau geta borið á akri við Hróarskeldu. Þau finna tjöldum sínum hvergi stað, þú getur hjálpað. Þannig hljómar textinn sem fylgir kaldhæðnislegri auglýsingu frá Hjalparstofnun...
28.06.2017 - 11:37

Naumur tími til stjórnarmyndunar

Líkur virðast litlar á að stjórnmálaflokkum á Norður-Írlandi takist að mynda starfhæfa stjórn áður en frestur til þess rennur út á morgun.
28.06.2017 - 11:26

Katar sakar grannríki um ósveigjanleika

Utanríkisráðherra Katar sakaði í morgun Sádi-Araba og bandamenn þeirra um ósveigjanleika og sagði ekki hægt að leggja fram kröfur án möguleika á að semja um þær.
28.06.2017 - 11:15

Kínverjar í vinnuþrælkun víða um heim

Kína hefur verið fært niður í þriðja og neðsta flokk þegar kemur að því að takast á við mansal, samkvæmt nýrri skýrslu frá bandaríska utanríkisráðuneytinu. Í þeim flokki eru einnig Rússland, Sýrland, Suður-Súdan og Íran.
28.06.2017 - 10:32
Erlent · Kína · mansal

Sögðu upp eftir að frétt var dregin til baka

Þrír fréttamenn CNN hafa sagt störfum sínum lausum eftir að fréttastöðin dró til baka frétt sem þeir höfðu skrifað um meint tengsl Bandaríkjaforseta og starfsliðs hans við rússneskan fjárfestingasjóð.
28.06.2017 - 10:56

Liu Xiaobo boðin læknismeðferð í Taívan

Stjórnvöld í Taíwan hafa boðið kínverska andófsmanninum Liu Xiaobo að koma þangað til læknismeðferðar. Honum var sleppt úr fangelsi í Kína á mánudag eftir að hann var greindur með ólæknandi krabbamein.
28.06.2017 - 08:24
Erlent · Kína · Taiwan