Leita umsjónarmanns hryðjuverkasellunnar

Spænska lögreglan beinir nú sjónum sínum að múslimskum trúarleiðtoga í bænum Ripoll. Taldar eru líkur á að hann hafi átt þátt í að breiða út öfgahyggju meðal safnaðar síns og hafi haft umsjón með hryðjuverkasellunni sem lögreglan leysti upp í gær.
20.08.2017 - 07:16

Þrír látnir af skotsárum í Svíþjóð

Þrír voru skotnir til bana í Svíþjóð á rétt um sólarhring um helgina að sögn lögreglunnar þar í landi. Samkvæmt sænska ríkissjónvarpinu, SVT, lést maður af skotsárum í gærkvöld við bæinn Borås. Þá var maður skotinn til bana í Tensta, norðvestur af...
20.08.2017 - 05:45

Nýnasistar hraktir af leið í Berlín

Um eitt þúsund manns stóðu í vegi nýnasista í Berlín í dag, þar sem þeir hugðust ganga að fangelsinu í Spandau og minnast Rudolf Hess. Hess fyrirfór sér í fangelsinu fyrir 30 árum. Fjölmennt lið óeirðarlögreglu hélt nýnasistunum og mótmælendum...
20.08.2017 - 01:32

Andstæðingur Erdogans handtekinn á Spáni

Andstæðingur Erdogans Tyrklandsforseta var handtekinn í spænsku borginni Granada í dag. Engar upplýsingar hafa verið gefnar um ástæðu handtökunnar, aðrar en þær að hann var handtekinn að beiðni tyrkneskra stjórnvalda.
19.08.2017 - 23:37
Erlent · Evrópa · Spánn · Tyrkland

Morðin í Turku rannsökuð sem hryðjuverk

Finnska lögreglan rannsakar nú morðin í Turku í gær sem hryðjuverkaárás. Tveir létust þegar átján ára marokkóskur ríkisborgari réðist á fólk og stakk það. Lögreglan sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem sagði að upphaflega hefði árásin verið...
19.08.2017 - 09:17

Bílstjórinn hugsanlega enn á lífi og á flótta

Spænska lögreglan telur nú 22 ára gamall maður, Younes Abouyaaqoub, sé bílstjóri sendiferðabílsins sem ók á fólk á Römblunni í Barselóna á fimmtudag. Lögregla leitar hans nú, en óttast er að hann hafi komist til Frakklands á flóttanum.
19.08.2017 - 09:06

Fimm handteknir í Turku í nótt

Finnska lögreglan handtók fimm manns í nótt í tengslum við hnífstunguárás í Turku í gær. AFP fréttastofan hefur eftir lögreglunni að allir hafi verið handteknir í sömu íbúðinni í borginni. Árásarmaðurinn var handtekinn skömmu eftir árásina í gær. 
19.08.2017 - 07:48

Leita sjö ára drengs eftir hryðjuverkin

Bresk yfirvöld fara nú gaumgæfilega yfir upplýsingar sem birst hafa á samfélagsmiðlum um sjö ára gamlan dreng sem sagður er hafa orðið viðskila við móður sína á Römblunni í Barselóna eftir hryðjuverkaárásina á fimmtudag. Samkvæmt færslu á Facebook...
19.08.2017 - 04:14

Vitni að þremur hryðjuverkum í Evrópuferð

Hálfþrítug áströlsk kona, Julia Monaco að nafni, hefur þrívegis orðið vitni að hryðjuverkum í Evrópu frá því að hún kom þangað fyrir tæplega þremur mánuðum.
18.08.2017 - 21:00

Segir Tyrkjum hvaða flokka eigi ekki að kjósa

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, skorar á Tyrki sem búsettir eru í Þýskalandi og hafa þar kosningarétt að kjósa ekki ákveðna flokka í þingkosningunum í næsta mánuði. Samskipti Þjóðverja og Tyrkja hafa farið versnandi undanfarna mánuði.
18.08.2017 - 20:30

Tveir létust eftir hnífaárás í Turku

Tveir létust eftir að níu manns voru stungnir með hnífi í miðborg Turku í Finnlandi í dag. Allir voru þeir fluttir á sjúkrahús. Árásarmaðurinn er í haldi lögreglu eftir að hann var skotinn í fæturna. Hugsanlegt er talið að hann hafi átt sér...
18.08.2017 - 16:10

Drónar trufla flugumferð við Stokkhólm

Stéttarfélag flugmanna í Svíþjóð beinir því til félagsmanna sinna að þeir hafi nóg eldsneyti á geymunum þegar þeir koma inn til lendingar á flugvöllunum við Stokkhólm.
18.08.2017 - 14:50

Árásarmaðurinn í Barselóna hugsanlega fallinn

Spænska lögreglan telur hugsanlegt að sá sem ók hvítum sendiferðabíl á hóp fólks í miðborg Barselóna í gær hafi fallið í skotárás á fimm meinta hryðjuverkamenn í bænum Cambrils í Katalóníu í nótt. Þeir voru skotnir til bana eftir að bíl þeirra var...
18.08.2017 - 14:19

Þrettán Þjóðverjar særðust í Barselóna

Þrettán þýskir ríkisborgarar eru meðal þeirra sem særðust í hryðjuverkaárásinni í miðborg Barselóna í gær, að sögn talsmanns utanríkisráðuneytisns í Berlín. Nokkrir þeirra særðust alvarlega og eru í lífshættu.
18.08.2017 - 13:40

Fórnarlambanna í Barselóna minnst

Fimmtán fórnarlamba hryðjuverkaárásanna í Barselóna og Cambrils var minnst í dag með einnar mínútu þögn á Katalóníutorgi í hjarta Barselóna. Þeirra var einnig minnst á sama hátt í höfuðstöðvum Evrópusambandsins í Brussel. Spænska lögreglan leitar...
18.08.2017 - 11:16