„Eitt það fallegasta sem ég hef upplifað“

Það var mikið um dýrðir á Menningarnótt í Reykjavík. Fólk fjölmennti í miðborgina í sólskini og sumarblíðu, snæddi götumat við Hlemm og sumir gengu í barndóm.
19.08.2017 - 20:45

Þúsundir hlaupa um götur Reykjavíkur

Hlynur Andrésson varð fyrstur í mark í hálfu maraþoni í Reykjavíkurmaraþoninu í dag á þriðja besta tíma Íslendings í hlaupinu frá upphafi. Jamers Finleyson frá Kanada varð annar og Sebastian Hours frá Frakklandi þriðji. Elín Edda Sigurðardóttir varð...
19.08.2017 - 10:46

14 þúsund skráð í Reykjavíkurmaraþon í dag

Yfir 14 þúsund manns hafa skráð sig í Reykjavíkurmaraþonið í dag. Flestir hlaupa 10 kílómetra, eða rúmlega 6.700, tæplega 3.000 hlaupa hálft maraþon og 1.490 heilt maraþon. Þá ætla ríflega 1.800 í skemmtiskokk og 1.200  í furðufatahlaupið.  Af...
19.08.2017 - 07:58

Rán framið í JL-húsinu

Rán var framið á matsölustaðnum Subway í JL-húsinu í Reykjavík á ellefta tímanum í kvöld. Vísir.is greinir frá þessu. Lögreglan leitar ræningjans, sem var að sögn sjónarvotta óvopnaður. Hann hljóp í austurátt eftir Hringbrautinni eftir ránið.

Þjóðfylkingin ætlar í sveitarstjórnarmálin

Íslenska þjóðfylkingin ætlar að bjóða fram í komandi sveitarstjórnarkosningum. Áhersla verður lögð á Reykjavík og Suðurnes, en stærri byggðarlög, eins og Akureyri, koma einnig vel til greina, að sögn nýs formanns flokksins.

Eldri borgarar vilja púttvöll

Eldri borgarar í Sjálandshverfi í Garðabæ hafa óskað eftir því við bæjaryfirvöld að bærinn komi upp púttvelli í landi í eigu bæjarins. Í bréfi til bæjarstjóra, sem tæplega áttatíu íbúar undirrita, segir að það vanti tilfinnanlega púttvöll fyrir...
16.08.2017 - 13:54

Skjálftahrina við Bláfjöll

Skjálftahrina hefur staðið yfir við Bláfjöll frá því um síðustu helgi. Þar mæltist skjálfti upp á 2,8 laust fyrir klukkan tíu í morgun og hafa nokkrir minni skjálftar mælst í kjölfarið.
16.08.2017 - 11:06

Fullorðið fólk krotar á veggi í miðbænum

Formaður miðborgarsamtakanna segir að taka verði upp harðari viðurlög við veggjakroti til þess að sporna við vandanum. Skrifstofustjóri hjá borginni segir sorglegt að horfa upp á skemmdarverkin í miðbænum. Hópur manna um þrítugt var nýverið staðinn...
13.08.2017 - 20:22

Gæti þurft að loka leikskóladeildum

Að óbreyttu gæti þurft að loka leikskóladeildum í Reykjavík. Um 130 vantar til starfa á leikskólum borgarinnar fyrir veturinn. Leikskólastjóri segir að algjör skortur sé á fagmenntuðum leikskólakennurum.
13.08.2017 - 18:08

Hafnarfjarðarbær fær jafnlaunamerki

Velferðarráðuneytið hefur veitt Hafnarfjarðabæ vottað jafnlaunamerki og er bærinn fyrsta sveitarfélagið sem fær slíka vottun. Bærinn uppfyllir nú jafnlaunastaðal. Hann á að tryggja að allar ákvarðanir um laun og starfskjör séu skjalfestar,...
13.08.2017 - 14:43

Yfirheyrður vegna gruns um íkveikju

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar íkveikju í íbúðargámi í nótt. Tvennt var í íbúðargámnum og komst fólkið með naumindum út en þó óskaddað. Lögregla handtók mann á staðnum, og er hann sagður hafa verið í annarlegu ástandi. Lögregla hefur tekið...

Bæði eigna sér heiður af ókeypis skólagögnum

Hafnarfjarðarkaupstaður bættist á dögunum í hóp þeirra sveitarfélaga sem ætla að útvega grunnskólanemendum ókeypis ritföng. Tillaga þessa efnis var samþykkt í bæjarráði en þá brá svo við að bæði meirihluti og minnihluti töldu sér hugmyndina til...

Grunur um íkveikju í íbúðargámi á Fiskislóð

Eldur kviknaði í íbúðargámi á Fiskislóð í nótt. Tvennt var þar innivið þegar eldurinn kviknaði í sófasetti eða einhverju slíku en þau komust ósködduð út, samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Eldsupptök eru ókunn en grunur er...

Vilja halda áfram ferjusiglingum yfir flóann

Bæjaryfirvöld á Akranesi vilja bjóða upp á ferjusiglingar milli Akraness og Reykjavíkur á næsta ári eins og gert hefur verið í sumar. Bæjarráð fól í vikunni Sævari Frey Þráinssyni bæjarstjóra að hefja könnunarviðræður við Sæferðir og Reykjavík um...
12.08.2017 - 15:23

Gleðiganga fór nýja leið

Fjölmenni tók þátt í Gleðigöngu hinsegin daga sem að þessu sinni fóru frá Hverfisgötu, um Lækjargötu og Fríkirkjuveg að Sóleyjargötu við Hljómskálagarð þar sem efnt var til tónleika hátíðarinnar. 35 atriði voru í göngunni að þessu sinni og nokkur í...
12.08.2017 - 14:57