Erill hjá lögreglu og slökkviliði í nótt

Erill var hjá lögreglu og slökkviliði í Reykjavík í lok menningarnætur. Mikið var að gera hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sem þurfti að sinna 60 útköllum, mest vegna sjúkraflutninga.
20.08.2017 - 07:55

Á annað hundrað þúsund á Menningarnótt

Formlegri dagskrá Menningarnætur lauk laust eftir klukkan ellefu í kvöld með tilkomumikilli flugeldasýningu við Reykjavíkurhöfn. Mikill fjöldi var saman kominn í miðbæ Reykjavíkur eins og svo oft áður á Menningarnótt og hefur skemmtanahald farið vel...
20.08.2017 - 00:29

Friðrik Dór: Hefur oft liðið betur

Friðrik Dór Jónsson segir að sér hafi oft liðið betur eftir tónleika. Mörgum varð ljóst sem fylgdust með Tónaflóði Rásar 2 við Arnarhól í kvöld að Friðrik Dór átti í einhverjum vandræðum í byrjun tónleika sinna í kvöld, en hann og hljómsveit hans...
19.08.2017 - 22:43

Handtaka í Borgartúni—ógnaði mönnum með byssu

Sérsveit ríkislögreglustjóra handtók síðdegis í dag tvo menn í Borgartúni vegna uppákomu sem varð fyrir utan veitingastað í Hafnarfirð í gærkvöldi. Sævar Guðmundsson, varðstjóri hjá lögreglunni í Hafnarfirði, segir að vitni hafi tjáð lögreglu að...
19.08.2017 - 21:46

„Eitt það fallegasta sem ég hef upplifað“

Það var mikið um dýrðir á Menningarnótt í Reykjavík. Fólk fjölmennti í miðborgina í sólskini og sumarblíðu, snæddi götumat við Hlemm og sumir gengu í barndóm.
19.08.2017 - 20:45

Ætla að standa við búvörusamning

Ekki stendur annað til en að stjórnvöld standi við búvörusamning sem samþykktur var á Alþingi síðasta haust, að sögn Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra. Hann segir mikilvægt að finna lausn til framtíðar á vanda sauðfjárbænda.
19.08.2017 - 19:30

Norðurþing biður um að fá flóttamenn til sín

Byggðarráð Norðurþings telur að ekki sé nóg gert í málefnum flóttamanna hér á landi og samþykkti á fundi sínum í vikunni að senda skriflega beiðni þegar í stað þar sem sveitarfélagið lýsir yfir vilja sínum til að taka á móti flóttamönnum. Ef...
19.08.2017 - 18:24

Útilokar ekki að stöðva frekari vöxt laxeldis

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir það koma vel til greina að skoða hvort stöðva þurfi frekari vöxt eldis á frjóum laxi á forsendum þess að vernda náttúrulega stofna og lífríki. Þetta velti þó á því hvort sú...
19.08.2017 - 17:30

Verður að borga lendingargjöldin fyrirfram

Þýska flugfélagið Airberlin verður að greiða lendingargjöld á Keflavíkurflugvelli fyrirfram frá og með mánudeginum. Þannig hafa stjórnendur Isavia, sem rekur flugvöllinn, brugðist við fregnum af því að þýska félagið hafi fengið greiðslustöðvun.
19.08.2017 - 16:10

Gæsaveiðar byrja á morgun

Gæsaveiðitíminn hefst á morgun, sunnudaginn 20. ágúst. Þá má hefja veiðar á grágæsum og heiðagæsum. Þann 1. september hefst síðan veiðitímabil anda.
19.08.2017 - 15:30

Eyðilögð afmælisferð og nótt á flugvelli

Samgöngustofa hefur í sumar úrskurðað í 3 málum gegn WOW air þar sem bótakröfum farþega er hafnað. Í öllum málunum skilaði farangur farþeganna sér ekki á tilskyldum tíma. Þannig sögðu hjón sem fóru í afmælisferð til Rómar að mistök flugfélagsins...
19.08.2017 - 15:30

Stemningin í Reykjavíkurmaraþoni

Jakkafataklæddir menn með sólgleraugu, afreksfólk, áhugamenn, börn og fullorðnir hlupu frá tveimur til þremur kílómetrum upp í 42,195 kílómetra maraþonsins í Reykjavíkurmaraþoni í dag. Á fimmtánda þúsund skráðu sig í atburði hlaupsins, þar af...
19.08.2017 - 15:00

Helmingur sveitarfélaga án brunavarnaáætlana

Samþykktar brunavarnaáætlanir eru aðeins í gildi hjá um helmingi sveitarfélaga á landinu og tólf af 23 slökkviliðum landsins. Lögum samkvæmt á að liggja fyrir brunavarnaáætlun á starfssvæði hvers og eins slökkviliðs og hana á að endurskoða í síðasta...
19.08.2017 - 14:46

Kæru Spencer gegn fréttamanni RÚV vísað frá

Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands vísaði í vikunni frá kæru fyrirlesarans Roberts Spencers gegn Sigríði Hagalín Björnsdóttur vegna viðtals sem Sigríður tók við hann. Kærunni var vísað frá þar sem hún barst of seint eða þremur mánuðum eftir að...
19.08.2017 - 12:16

„Athafnir hafa ekki fylgt orðum“

Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir að flokkurinn ætli sér stærri hlut í sveitarstjórnarkosningunum í vor, enda hafi ekki gengið eins vel þar og á landsvísu. Katrín gagnrýndi samstarfsflokka Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn í ræðu...