Gjaldtaka fyrir rafhleðslu hafin

Við sundlaugina í Mosfellsbæ er nú fyrsta hleðslustöðin fyrir rafbíla þar sem gjald er tekið fyrir hleðslu. Hingað til hafa hleðslustöðvar, eða hlöður, hér á landi verið gjaldfrjálsar en það mun heyra sögunni til í náinni framtíð.
18.08.2017 - 17:23

Neytendasamtökin halda félagsfund

Fjárhagsstaða Neytendasamtakanna er á meðal þess sem verður til umræðu á félagsfundi sem stjórn samtakanna hefur boðað til síðdegis. Aðeins þeir félagsmenn sem staðið hafa skil á árgjaldinu mega sitja fundinn.
17.08.2017 - 14:40

Hálfs árs hagnaður Íslandsbanka 8 milljarðar

Íslandsbanki hagnaðist um átta milljarða króna eftir skatta á fyrri helmingi ársins. Hagnaður á sama tíma í fyrra var þrettán milljarðar, en það skýrist af hagnaði af sölu Borgunar í Visa Europe.
17.08.2017 - 11:14

ASÍ: Námsbækur hækka milli ára

Penninn-Eymundsson, Mál og Menning og A4 hafa hækkað verð á milli ára á flestum nýjum námsbókum sem fáanlegar voru í könnunum verðlagseftirlits ASÍ í ár og í fyrra. Bókabúðin Iðnú lækkar hins vegar verð á öllum titlum sem skoðaðir voru frá fyrra ári...
16.08.2017 - 15:57

ASÍ: Notaðar bækur ódýrastar í A4

 A4 í Skeifunni var oftast með lægsta verðið í könnun Verðlagseftirlits ASÍ á 26 algengum notuðum námsbókum fyrir framhaldsskóla. Penninn-Eymundsson reyndist oftast með hæsta verðið.
15.08.2017 - 10:34

1300 tonna lambakjötsfjall í haust

Þrettán hundruð tonn af óseldu lambakjöti verða til í haust þegar slátrun hefst. Þetta segir Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda. Bændur fara á fund atvinnuveganefndar Alþingis í dag til að ræða stöðuna í sauðfjárrækt. Oddný...
15.08.2017 - 08:58

Framleiða öðruvísi dósakók fyrir Ísland

Coca-Cola í dósum sem flutt er hingað til lands á vegum Coca-Cola European Partners Íslands er sérframleitt fyrir Ísland. Þannig er meiri kolsýra sett í dósakókið fyrir íslenska markaðinn, í sænsku verksmiðjunni, heldur en í kókið sem selt er í...
14.08.2017 - 16:43

Boða fund vegna eitraðra hollenskra eggja

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ætlar að kalla saman neyðarfund ráðherra nokkurra aðildarríkja til þess að ræða stöðuna sem upp er komin vegna hollenskra eggja sem menguð eru af skordýraeitri. Þau hafa verið seld til að minnsta kosti átta...
11.08.2017 - 09:30

Neytendasamtökin án formanns næsta árið

Neytendasamtökin verða að öllum líkindum án formanns þar til næsta haust. Samkvæmt lögum félagsins er ekki gert ráð fyrir kjöri fyrr en þá. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag.
09.08.2017 - 06:27

Dagsektir vegna ófullnægjandi verðmerkinga

Neytendastofa hefur gefið vefversluninni Boxinu fyrirmæli um að gefa upp einingaverð á síðunni og heimilisfang fyrirtækisins. Verði vefverslunin ekki við kröfum Neytendastofu innan tveggja vikna, verður dagsektum beitt, 30.000 krónum á dag.
08.08.2017 - 15:50

Belgar vissu af bönnuðu skordýraeitri í eggjum

Yfirvöld í Belgíu viðurkenna að þau vissu að skordýraeitur sem er á bannlista hafi kannski verið notað á egg í Hollandi mánuði áður en málið varð opinbert. Þetta vissu belgísk yfirvöld í júní en upplýsingarnar ekki gerðar opinberar vegna rannsóknar...
06.08.2017 - 03:11

Ein af hverjum fimm reyndist svikapylsa

Ein af hverjum fimm pylsum, sem rannsakaðar voru í Kanada á dögunum, innihélt kjöt sem ekki kom fram í innihaldslýsingu á pakkningum. Þetta kemur fram í rannsókn sem gerð var við háskólann í Guelph og birtist í liðinni viku í tímaritinu Food Control.
05.08.2017 - 15:53

Auglýsingafrelsi fylgi sölu áfengis í búðum

Forstjóri Ölgerðarinnar segir sátt ríkja um sölukerfi áfengis í gegnum ÁTVR. Ef leyfa á sölu áfengis í matvörubúðum verða framleiðendur að fá að auglýsa vöruna. Þetta verði ekki í sundur slitið.
01.08.2017 - 10:35

Kolsýrt vatn að verða vinsælla en kóladrykkir

Kolsýrt vatn verður á næstu árum mest seldi vöruflokkurinn á drykkjarvörumarkaðnum og fer fram úr kóladrykkjum. Þetta segir forstjóri Ölgerðarinnar.
01.08.2017 - 09:09

Vill umræðu út frá hagræði frekar en banni

Vandinn við umræðu á dögunum um að taka stærstu peningaseðlana úr umferð var að málið var rætt á forsendum þess að banna fremur en hagræðis, að mati Björgvins Inga Ólafssonar, hagfræðings hjá Íslandsbanka. 
25.07.2017 - 09:18