Frjálsar

Fyrrum Ólympíumeistari dæmd í lífstíðarbann

Hin tyrkneska Asli Cakir Alptekin hefur verið dæmd í lífstíðarbann frá frjálsum íþróttum eftir að hún féll á lyfjaprófi í þriðja skiptið á ferlinum.
23.09.2017 - 12:23

Guðlaug komst á verðlaunapall í þríþraut

Guðlaug Edda Hannesdóttir (til hægri á myndinni hér að ofan), þríþrautarkona úr Ægi, endaði í 3. sæti á Norðurlandameistaramótinu í þríþraut í dag. Mótið fór fram í Fredericia í Danmörku. Keppt var í sprettþraut sem samanstendur af 750 metra...
02.09.2017 - 23:22

30% keppenda á HM 2011 notuðu ólögleg efni

Rúmlega 30% keppenda á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Daegu í Suður-Kóreu árið 2011 viðurkenna notkun ólöglegra efna.
29.08.2017 - 16:23

Mo Farah rétt vann sitt síðasta hlaup

Breski hlauparinn Mo Farah hljóp í kvöld sitt síðasta keppnishlaup á hlaupabraut, þegar hann keppti í 5000 metra hlaupi á Demantamótinu í Zürich. Farah fékk harða keppni um sigurinn. Farah kom í mark fjórum hundruðustu úr sekúndu á undan Muktar...
24.08.2017 - 20:20

Spjótkastarinn Helgi Sveins fór holu í höggi

Spjótkastaranum Helga Sveinssyni er fleira til lista lagt en að vinna til afreka á frjálsíþróttavellinum. Helgi lék golfhring á Leirdalsvelli í dag og fór holu í höggi á sautjándu. Hann er með 11,3 í grunnforgjöf og lék hringinn á 77 höggum eða 6...
23.08.2017 - 16:52

Aníta áttunda á Demantamóti

Aníta Hinriksdóttir hlaupakona úr ÍR endaði í áttunda sæti 800 metra hlaupsins á Demantamótinu í frjálsum íþróttum sem fram fer í Birmingham á Englandi. 2.03,24 var tími Anítu sem er talsvert frá hennar besta árangri.
20.08.2017 - 13:35

Bolt spilar ekki með United vegna meiðsla

Það er orðið ljóst að spretthlauparinn Usain Bolt, heimsmethafi í 100, 200 og 4x100 m hlaupum mun ekki spila með Manchester United 2. september eins og ráðgert var. Til stóð að Bolt spilaði með stjörnuliði United, skipað fyrrverandi leikmönnum...
17.08.2017 - 15:01

Usain Bolt spilar með Manchester United

Jamaíkumaðurinn Usain Bolt, heimsmethafi í 100, 200 og 4x100 m spretthlaupum fær væntanlega ósk sína uppfyllta í næsta mánuði. Takist Bolt að jafna sig af meiðslunum sem hann varð fyrir í 4x100 m boðhlaupinu á HM í London um helgina mun hann spila...
16.08.2017 - 14:35

Aníta mun keppa á Demantamóti í Birmingham

Aníta Hinriksdóttir hefur fengið keppnisrétt í 800 m hlaupi á Demantamótinu í frjálsum íþróttum sem verður í Birmingham í Englandi á sunnudag. 800 m hlaup kvenna í Birmingham telur þó ekki til stiga á Demantamótaröðinni, heldur er um aukagrein að...
16.08.2017 - 14:22

Lokadagur HM í frjálsum - Samantekt

Í kvöld fór fram lokadagur HM í frjálsum íþróttum í London. Mótið hófst þann fjórða ágúst og lauk í kvöld með úrslitum í hástökki karla, kringlukasti kvenna, 5000 metra hlaupi kvenna, 800 metra hlaupi kvenna, 1500 metra hlaupi karla, 4x400 metra...
13.08.2017 - 23:46

Allyson Felix tók fram úr Bolt og Ottey

Hin bandaríska Allyson Michelle Felix tók í gær fram úr þeim Usain Bolt og Merlene Ottey þegar kemur að fjölda verðlauna á HM í frjálsum íþróttum en bæði Bolt og Ottey koma frá Jamaíka.
13.08.2017 - 15:11
Mynd með færslu

HM í beinni: Lokadagurinn - Úrslitin ráðast

Heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum lýkur í London í kvöld. Í dag er tíundi og síðasti keppnisdagur HM og RÚV sýnir að sjálfsögðu beint frá keppni dagsins, eins og hina daga mótsins. Sigurbjörn Árni Arngrímsson lýsir móti á RÚV og RÚV 2, og hann...
13.08.2017 - 09:00

Mo Farah í 2. sæti í síðasta hlaupinu

Mo Farah hljóp í kvöld sitt síðasta hlaup á Heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum en hann stefnir á að hlaupa maraþon í framtíðinni. Farah kom í annar í mark í fimm kílómetra hlaupi kvöldsins og tókst því ekki að tryggja sér gull í bæði fimm og...
12.08.2017 - 20:12

HM í London: Sveit Jamaíka kom fyrst í mark

Boðhlaupssveit Jamaíka kom fyrst í mark í sínum riðli í undanrásum í 4x100 metra boðhlaupi karla á HM í frjálsum í dag og munu því keppa í úrslitunum í kvöld.
12.08.2017 - 12:30
Mynd með færslu

HM í beinni: Dagur 9 - Bolt og Farah kveðja

Heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum hófst í London á 4. ágúst og stendur yfir fram á sunnudagskvöld. Í dag er níundi og næstsíðasti keppnisdagur HM og í kvöld lýkur Usain Bolt frá Jamaíku glæstum keppnisferli sínum í frjálsum íþróttum. Sigurbjörn...
12.08.2017 - 08:00