Hryðjuverk

Tugir létust í sjálfsmorðsárás á flóttamenn

28 eru látnir og yfir 80 særðir eftir að þrjár konur frömdu sjálfsmorðsárásir í flóttamannabúðum í norðausturhluta Nígeríu í kvöld. AFP fréttastofan hefur eftir nígerískum miðlum að árásirnar hafi verið gerðar í bænum Mandarari, um 25 kílómetrum frá...
16.08.2017 - 00:54

Níu féllu í árásum á friðargæslulið í Malí

Níu féllu í árásum vígamanna á tvær bækistöðvar friðargæslusveita Sameinuðu þjóðanna í Malí á mánudag. Vopnaðir menn réðust inn í bækistöðvar friðargæslunnar í bæjunum Douentza og Timbúktú. Átta vígamenn voru felldir, talið er víst að þeir séu úr...
15.08.2017 - 01:23

17 dóu í árás á veitingahús í Ouagaudougou

Sautján létust í árás hryðjuverkamanna á tyrkneskt veitingahús í Ouagadougou, höfuðborg Búrkína Fasó í kvöld og tólf særðust alvarlega. Sjónarvottar herma að þrír vopnaðir menn hafi ekið að veitingahúsinu á jeppa um klukkan hálftíu að staðartíma og...
14.08.2017 - 02:29

Tyrkneskur lögreglumaður stunginn til bana

Tyrkneskur lögreglumaður var stunginn til bana í Istanbúl í kvöld. Fullyrt er í tyrkneskum fjölmiðlum að árásarmaðurinn hafi verið hryðjuverkamaður úr röðum samtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki. Maðurinn var handtekinn síðdegis, grunaður um að...
14.08.2017 - 01:17

Kennsl borin á fórnarlamb hryðjuverkaárásar

Réttarmeinafræðingum hefur tekist að bera kennsl á fórnarlamb árásanna á tvíburaturnanna í New York ellefta september 2001. Þetta var í fyrsta sinn í rúmlega tvö ár sem rannsókn á erfðaefni þeirra sem létust bar árangur. Enn hefur ekki tekist að...
08.08.2017 - 08:54

Heimagerð sprengja í hakkavél eða eiturgas

Ástralskir fjölmiðlar hafa misvísandi sögur að segja af hryðjuverkaáformum fjórmenninganna, sem handteknir voru í Sydney á laugardagskvöld, grunaðir um að leggja á ráðin um hryðjuverk. Annars vegar er greint frá sprengju, falinni í hakkavél, en hins...
31.07.2017 - 04:50

Minnst 24 vegnir í fyrirsát al-Shabab

Vígamenn al-Shabab hryðjuverkasamtakanna felldu minnst 23 friðargæsluliða Afríkusambandsins og einn sómalskan hermann í suðurhluta Sómalíu á sunnudagsmorgun. Fimm dóu í sprengjuárás í höfuðborginni Mogadishu sama dag. Haft er eftir Ali Nur,...
31.07.2017 - 02:27

14 myrtir í sjálfsmorðsárás í Nígeríu

Hryðjuverkamaður myrti 14 í sjálfsmorðssprengjuárás í bænum Dikwa í norðausturhluta Nígeríu á föstudagskvöld. Yfirvöld segja árásina bera öll einkenni þess, að illvirkinn hafi tilheyrt hryðjuverkasamtökunum Boko Haram, sem hafa látið mjög til sín...
30.07.2017 - 03:17

Tugir létust í sprengjuárás í Kabúl

Að minnsta kosti 24 eru látnir og 42 særðir eftir að bílsprengja sprakk í Kabúl snemma í morgun. Talsmaður innanríkisráðuneytis Afganistans segir sprengjuna hafa sprungið nærri rútu. Hún var þétt setin starfsmönnum ráðuneytis námumála á leið til...
24.07.2017 - 04:51

Ætla að berjast sameiginlega gegn hryðjuverkum

Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Katar hafa undirritað samkomulag um að berjast saman gegn hryðjuverkum í heiminum. Utanríkisráðherrar landanna, Rex Tillerson og Sheikh Mohammed bin Abdulrahman Al-Thani, greindu frá þessu á sameiginlegum...
11.07.2017 - 14:30

Ekki fylgst með sölu á efni til sprengjugerðar

Ríkislögreglustjóri hefur engar forvirkar rannsóknarheimildir vegna hryðjuverkaógnar og fylgist ekki með kaupum á efni sem hægt væri að nota til sprengjugerðar. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn fréttastofu. Hættustig á Íslandi vegna...
09.07.2017 - 12:40

Almennir borgarar afhöfðaðir af vígamönnum

Vígamenn úr sómölsku hryðjuverkasamtökunum al-Shabaab afhöfðuðu níu almenna borgara í þorpi í Kenía í gær. Árásum vígamanna hefur fjölgað undanfarnar vikur í Kenía.
09.07.2017 - 03:33

„Við erum óbugandi þjóð“

Hryðjuverkaárásir urðu að minnsta kosti 53 að bana í Pakistan gær. Fleiri en 200 eru særðir. Í gær var síðasti föstudagur Ramadan-mánaðar, sem gerir árásina enn meira truflandi, að því er fram kemur á vef New York Times. Gærdagurinn var sá versti...
24.06.2017 - 05:38

Ódæðismaðurinn í Lundúnum nafngreindur

Maðurinn sem ók inn í hóp múslima á gangstétt við Sjösystraveg í Finsbury Park-hverfinu í Lundúnum í gær hefur verið nafngreindur. Hann heitir Darren Osborne, er 47 ára gamall, fjögurra barna faðir frá Cardiff í Wales, en upprunninn í smábæ í...
20.06.2017 - 03:10

Theresa May fordæmir árásina

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segist fordæma árásina sem gerð var á hóp múslima í norðurhluta Lundúna í nótt. Segir hún árásina jafn andstyggilega og fyrri hryðjuverkaárásir í Bretlandi.
19.06.2017 - 12:59