RÚV okkar allra
Hér upplýsum við um starfsemina, bjóðum upp á samtal og svörum spurningum þínum

Hvernig ferðast heimildarmyndir?

Mynd með færslu
Kim Christiansen, ritstjóri og umsjónarmaður samframleiðslu heimildarmynda hjá DR Sales hélt erindið ,,Hvernig ferðast heimildarmyndir" í Efstaleitinu þann 7. júní.

Kim fór yfir það sem þarf að hafa í huga varðandi tækni og útfærslu til að auka líkur á að heimildarmyndir nái að ferðast og komast á dagskrá sjónvarpsstöðva á alþjóðlegum mörkuðum. Erindið var haldið í tilefni af kaupstefnunni Scandinavian Screening  sem haldin var hér  Óhætt er að segja að erindi Kim hafi fallið í góðan jarðveg en mjög vel var mætt bæði af sjálfstæðum framleiðendum heimildarmynda sem og áhugasömum almenningi.