Innlent

Geta krafið flugmenn um sjö milljónir

Icelandair krefst þess að flugmenn sem hefja þjálfun hjá félaginu undirgangist skuldbindingu þess efnis að starfa ekki fyrir annað flugfélag í þrjú ár hið minnsta. Brjóti þeir gegn samkomulaginu þurfa þeir að greiða félaginu rúmlega sjö milljónir.
28.06.2017 - 15:41

Íslenskt kvennafrí vekur athygli í Evrópu

Jafnréttismál og aktívismi kvenna voru tekin fyrir á þingmannafundi Evrópuráðsins 27. júní. Ísland átti sinn fulltrúa, Dagnýju Aradóttur Pind lögfræðing, en hún fræddi viðstadda um sögu kvennafrísins og stöðu jafnréttismála á Íslandi.
28.06.2017 - 10:54

Synja ekki vegna einnar hraðasektar

Til skoðunar er hjá Útlendingastofnun hvort umsögn lögreglu til stofnunarinnar í máli Bala Kamallakharan hafi byggt á réttum upplýsingum. Hann er fjárfestir frá Indlandi sem hefur búið á Íslandi í 11 ár en var synjað um ríkisborgararétt vegna...
28.06.2017 - 14:35

Glowie kemur fram á tónleikum með Bieber

Íslenska söngkonan Sara Pétursdóttir, Glowie, kemur fram á tónlistarhátíðinni British Summer Time sem haldin hefur verið árlega í Hyde Park. Hátíðin hefst á föstudag en þá stígur gamla kempan Phil Collins á svið. Á sunnudag verður Justin Bieber...
28.06.2017 - 14:31

Endurskoða synjun á umsókn Bala

Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja Bala Kamallakharan um ríkisborgararétt hér á landi verður endurskoðuð. Mbl.is greinir frá.
28.06.2017 - 14:01

Guðrún stígur til hliðar hjá Stígamótum

Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, stígur tímabundið til hliðar meðan fagleg úttekt verður gerð á starfsumhverfinu hjá Stígamótum. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir tekur við hennar hlutverki meðan úttektin verður gerð.
28.06.2017 - 13:53

„Mun meira en almenningur getur vænst“

Formaður Rafiðnaðarsambands Íslands gagnrýnir afturvirkar launahækkanir til embættismanna hjá ríkinu harðlega. Hann segir að félagsmenn hans séu mjög ósáttir við þá misskiptingu sem er að verða á milli starfsmanna ríkisins.
28.06.2017 - 12:38

Fljótandi gengi krónu raunhæfasti kosturinn

OECD telur að núverandi fyrirkomulag í peningamálum Íslands, með fljótandi gengi krónu, sé það raunhæfasta í stöðunni. Ef pólitískur vilji til að ganga í Evrópusambandið og þar með evrusvæðið breytist, gæti stöðugleiki aukist og vextir lækkað.
28.06.2017 - 12:38

140.000 manns fá sextán og hálfan milljarð

Rúmlega 140 þúsund manns fá samtals rúmlega sextán og hálfan milljarð endurgreiddan frá skattinum á föstudaginn. Heildarálagning opinberra gjalda nemur rúmum 385 milljörðum króna.
28.06.2017 - 11:45

Fólk frá öllum heimshornum gistir við Öskju

Skálar Ferðafélags Akureyrar við Öskju hafa aldrei verið opnaðir jafn snemma og í ár. Þangað kemur fólk frá öllum heimshornum og útlit er fyrir góða aðsókn í sumar.
28.06.2017 - 11:08

Álag á vef Ríkisskattstjóra

Mikið var álag á vefsíðu Ríkisskattstjóra í morgun og erfitt að nálgast upplýsingar um álagningarseðla, sem birtir voru á vefnum í gær.
28.06.2017 - 10:56

Styðja samnorræn rafræn skilríki

Norræna velferðarnefndin er fylgjandi því að rafræn skilríki verði sameiginleg á Norðurlöndum. Bente Stein Mathisen, formaður nefndarinnar, segir einfalt að útfæra rafræn skilríki þannig að þau gildi alls staðar, ef pólitískur vilji er fyrir hendi.
28.06.2017 - 10:00

Ekki nóg að hækka hámarksgreiðslur

BSRB kallar eftir breytingum á fæðingarorlofskerfinu. Jafnrétti hafi ekki verið náð heldur hafi Íslendingar færst fjær því markmiði á undanförnum árum. Engar breytingar séu í sjónmáli á kerfinu sem sé stórskaðað eftir hrun og ekki verið bætt úr því...
28.06.2017 - 08:09

Ísland annars flokks í baráttunni gegn mansali

Ísland er annars flokks í baráttunni gegn mansali. Þetta er mat bandaríska utanríkisráðuneytisins sem færir Ísland niður um flokk vegna slælegrar frammistöðu í baráttunni við slíka glæpi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu ráðuneytisins um mansal í...
28.06.2017 - 07:47

Tilboði Hulins í Blómsturvelli tekið

Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur ákveðið að taka tilboði leigufélagsins Hulins ehf. í húsnæði að Blómsturvöllum 26 til 32 í Neskaupstað. Þar var áður leikskóli. Tilboðið hljóðar upp á fimmtán milljónir króna.
28.06.2017 - 06:57