Laus störf

Vissir þú?

Ríkisútvarpið er ein mikilvægasta menningar- og lýðræðisstofnun þjóðarinnar. Hlutverk Ríkisútvarpsins er að upplýsa, fræða og skemmta. Árlega miðlar starfsfólk Ríkisútvarpsins um 17.000 klukkustundum af fjölbreyttu dagskrárefni í útvarpi, um um 4.500 klukkustundum í sjónvarpi og um 60.000 færslum á vefnum. Við viljum að RÚV sé margtóna og fátt óviðkomandi. Vilt þú taka þátt í að gera þetta með okkur?

 

Sækja um starf Almenn umsókn Hér geta áhugasamir lagt inn almenna umsókn. Umsóknir eru geymdar í sex mánuði. Um leið og við þökkum þann áhuga sem þú sýnir RÚV með því að leggja inn almenna umsókn hvetjum við þig til að sækja um aftur ef þú rekst á atvinnuauglýsingu frá RÚV sem heillar. Gangi þér sem allra best!


Sækja um starf Forritari  
RÚV er fjölmiðill í almannaþágu með það hlutverk að virkja, vekja og efla. Hjá RÚV starfar öflugur og samhentur hópur sem segir mikilvægar sögur úr nærumhverfi okkar, rýnir samfélagið á gagnrýninn hátt og þróar nýjar leiðir til frásagnar. RÚV.is er vefur í stöðugri þróun og síaukinn kraftur færist í framleiðslu efnis fyrir vef.
Við leitum að öflugum forritara í hóp úrvals starfsfólks á skemmtilegum vinnustað. Forritarinn þarf að geta tekist á við fjölbreytt verkefni og leitað bestu lausna hverju sinni, óháð tækni. Forritunarteymi RÚV tryggir að RÚV.is standist kröfur um nútímavefþjónustu og að vefur RÚV sé áhugaverður, vandaður og fjölsóttur miðill. Tækniumhverfið í hugbúnaðarþróunarteymi RÚV er mjög fjölbreytt og skemmtilegt. Forritarar eru með í að ákveða hvaða tækni er notuð hverju sinni og hvernig verkefnin eru leyst. Í dag forritum við til dæmis í Drupal, PHP, SQL, .NET, Python, HTML/CSS/JS, Django.

STARFSSVIÐ
* Bakendaforritun á RÚV.is og tengdum vefjum
* Greining og forritun á kerfum RÚV
 
HÆFNISKRÖFUR
* Reynsla af forritun
* Þekking á gagnagrunnum (SQL)
* Menntun sem nýtist í starfi
* Þekking á viðmótsforritun er kostur
* Góð samstarfshæfni og lipurð í mannlegum samskiptum

* Sjálfstæð vinnubrögð og geta til að vinna undir álagi
 
Umsóknarfrestur er til og með 3. júlí 2017.

 
Við hvetjum umsækjendur til að kynna sér nýja stefnu RÚV á ruv.is/2021. Á RÚV.is er einnig að finna ítarlegar upplýsingar um starfsemi RÚV.
Frekari upplýsingar veitir Gísli Þórmar Snæbjörnsson, gisli.thormar.snaebjornsson@ruv.is, s: 515 3000.
Umsóknum er skilað rafrænt á www.ruv.is/laus-storf.
Við hvetjum konur jafnt sem karla og fólk af ólíkum uppruna til að sækja um starfið.


Sækja um starf Viðmótsforritari  
RÚV er fjölmiðill í almannaþágu með það hlutverk að virkja, vekja og efla. Hjá RÚV starfar öflugur og samhentur hópur sem segir mikilvægar sögur úr nærumhverfi okkar, rýnir samfélagið á gagnrýninn hátt og þróar nýjar leiðir til frásagnar. RÚV.is er vefur í stöðugri þróun og síaukinn kraftur færist í framleiðslu efnis fyrir vef.
 
Við leitum að viðmótsforritara í hóp úrvals starfsfólks á skemmtilegum vinnustað.

Forritunarteymi RÚV tryggir að RÚV.is standist kröfur um nútímavefþjónustu og að vefur RÚV sé áhugaverður, vandaður og fjölsóttur miðill. Metnaður okkar er jafnframt að skapa framúrskarandi viðmót fyrir starfsfólk. Viðmótsforritari smíðar viðmót fyrir innri kerfi RÚV samhliða framþróun RÚV.is og tengdum vefjum og smáforritum.
 
STARFSSVIÐ
* Viðmótshönnun og forritun á RÚV.is og tengdum vefjum
* Greining, hönnun og forritun á nýjum viðmótum fyrir innanhúskerfi
* Vinna við útsendingargrafík (HTML, CSS, Javascript)
 
HÆFNISKRÖFUR
* Reynsla af viðmótsvinnslu og forritun fyrir framenda (HTML, CSS og Javascript)
* Menntun sem nýtist í starfi
* Þekking á bakendaforritun er kostur
* Tileinkar sér SASS/LESS í sínum verkefnum
* Getur séð um vefhönnun ef þarf
* Hefur skoðun á útlitshönnun og notendaviðmóti
* Góð samstarfshæfni og lipurð í mannlegum samskiptum
* Sjálfstæð vinnubrögð og geta til að vinna undir álagi
 
Umsóknarfrestur er til og með 3. júlí 2017.

 
Við hvetjum umsækjendur til að kynna sér nýja stefnu RÚV á ruv.is/2021. Á RÚV.is er einnig að finna ítarlegar upplýsingar um starfsemi RÚV.
Frekari upplýsingar veitir Gísli Þórmar Snæbjörnsson, gisli.thormar.snaebjornsson@ruv.is, s: 515 3000.
Umsóknum er skilað rafrænt á www.ruv.is/laus-storf.
Við hvetjum konur jafnt sem karla og fólk af ólíkum uppruna til að sækja um starfið.


Sækja um starf Fréttamaður Krakkafrétta  
Fréttamaður Krakkafrétta

KrakkaRÚV
RÚV er fjölmiðill í almannaþágu með það hlutverk að virkja, vekja og efla. Hjá RÚV starfar öflugur og samhentur hópur sem segir mikilvægar sögur úr nærumhverfi okkar, rýnir samfélagið á gagnrýninn hátt og þróar nýjar leiðir til frásagnar. KrakkaRÚV er þjónusta RÚV við börn. Þar starfar samhentur hópur sem vinnur vandað barnaefni eins og Krakkafréttir og Stundina okkar.
Við leitum að fréttamanni Krakkafrétta í hóp úrvals starfsfólks á skemmtilegum vinnustað. Fréttamaðurinn vinnur náið með ritstjórn og ber ábyrgð á fréttaskrifum og framleiðslu Krakkafrétta. Þetta er tímabundið starf frá ágúst til maí með möguleika á framlengingu.

STARFSSVIÐ
* Fréttaskrif
* Myndöflun
* Hugmyndavinna og þróun
* Framleiðsla vefefnis og umsjón með vefsvæði Krakkafrétta
* Skipulagning og stjórn framleiðslu
 
HÆFNISKRÖFUR
* Þekking og reynsla af gerð sjónvarpsinnslaga, allt frá hugmynd til vinnslu og útsendingar
* Menntun á sviði sjónvarpsframleiðslu eða önnur menntun sem nýtist í starfi er kostur
* Reynsla af vinnslu vefefnis
* Gott fréttanef og mikill áhugi á þjóðfélags- og alþjóðamálum
* Gott vald á íslenskri tungu bæði í rit- og talmáli
* Reynsla af því að vinna með börnum og/eða unglingum er kostur
* Góð samstarfshæfni og lipurð í mannlegum samskiptum
* Sjálfstæð vinnubrögð og geta til að vinna undir álagi
 
Umsóknarfrestur er til og með 3. júlí 2017.

 
Við hvetjum umsækjendur til að kynna sér nýja stefnu RÚV á ruv.is/2021. Á ruv.is er einnig að finna ítarlegar upplýsingar um starfsemi RÚV.
Frekari upplýsingar veitir Sindri Bergmann Þórarinsson, sindri@ruv.is, s: 515 3000.
Umsóknum er skilað rafrænt á www.ruv.is/laus-storf.
Við hvetjum konur jafnt sem karla og fólk af ólíkum uppruna til að sækja um starfið.


Sækja um starf Framleiðandi fyrir Krakkafréttir  
Framleiðandi fyrir Krakkafréttir
KrakkaRÚV
RÚV er fjölmiðill í almannaþágu með það hlutverk að virkja, vekja og efla. Hjá RÚV starfar öflugur og samhentur hópur sem segir mikilvægar sögur úr nærumhverfi okkar, rýnir samfélagið á gagnrýninn hátt og þróar nýjar leiðir til frásagnar. KrakkaRÚV er þjónusta RÚV við börn. Þar starfar samhentur hópur sem vinnur vandað barnaefni eins og Krakkafréttir og Stundina okkar.
Við leitum að framleiðanda til að sjá um tökur og eftirvinnslu á Krakkafréttum í hóp úrvals starfsfólks á skemmtilegum vinnustað. Framleiðandinn starfar náið með fréttastjóra og ritstjórnarteymi Krakkafrétta og er mikilvægur hlekkur í því að fréttum sé miðlað á faglegan og árangursríkan hátt. Þetta er tímabundið starf frá ágúst til maí með möguleika á framlengingu.

 
STARFSSVIÐ
* Kvikmyndataka
* Klipping
* Einföld grafísk vinnsla
* Hugmyndavinna og þróun
 
HÆFNISKRÖFUR
* Þekking og reynsla af gerð sjónvarpsinnslaga
* Þekking og reynsla af kvikmyndatöku og lýsingu
* Þekking og reynsla af myndklippingu á Premiere Pro
* Þekking á Adobe After Effects
* Menntun á sviði sjónvarpsframleiðslu er kostur eða menntun sem nýtist í starfi
* Gott vald á íslenskri tungu bæði í rit- og talmáli
* Reynsla af því að vinna með börnum og/eða unglingum er kostur
* Góð samstarfshæfni og lipurð í mannlegum samskiptum
* Sjálfstæð vinnubrögð og geta til að vinna undir álagi
 
Umsóknarfrestur er til og með 3. júlí 2017.

Við hvetjum umsækjendur til að kynna sér nýja stefnu RÚV á ruv.is/2021. Á RÚV.is er einnig að finna ítarlegar upplýsingar um starfsemi RÚV.
Frekari upplýsingar veitir Sindri Bergmann Þórarinsson, sindri@ruv.is, s: 515 3000.
Umsóknum er skilað rafrænt á www.ruv.is/laus-storf.
Við hvetjum konur jafnt sem karla og fólk af ólíkum uppruna til að sækja um starfið.